spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaMargrét Sturlaugsdóttir tekur við liði Breiðabliks

Margrét Sturlaugsdóttir tekur við liði Breiðabliks

 

Margrét Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin þjálfari Dominos deildar liðs Breiðabliks fyrir komandi tímabil. Fyrir nokkru var ljóst að Hildur Sigurðardóttir myndi ekki halda áfram með liðið eftir að hafa skilað því sem nýliðum í 7. sæti deildarinnar, en það var aðeins 3 sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni.

 

Líkt og segir í fréttatilkynningu Breiðabliks er Margrét þrautreyndur þjálfari með mikla reynslu af þjálfun síðan 1989. Einnig er Margrét fyrst kvenna á íslandi til að komast inn í þjálfaranám FECC hjá FIBA og klárar það á næsta ári.

 

Margrét var gestur í Podcasti Körfunnar fyrr í vetur þar sem hún ræddi ferilinn, þjálfun og fleira, en það er aðgengilegt í gegnum iTunes.

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -