Þá lagði sameinað lið Hamars og Þórs lið Stjörnunnar í fyrstu deild kvenna, 77-74. Með sigrinum færist Þór/Hamar upp í annað sæti deildarinnar, með tvo sigra og eitt tap eftir þrjá leiki. Leikurinn var sá fyrsti sem Stjarnan leikur í vetur.
Karfan spjallaði við þjálfara Stjörnunnar, Margréti Sturlaugsdóttur, eftir leik í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn.