Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar gekk frá samningi í dag við Margréti Köru Sturludóttur sem áður lék með KR. Margrét er komin aftur heim eftir nokkur 3 ára dvöl í Noregi.
Margrét lék síðast með KR á leiktíðinni 2011-2012 og skoraði þá 15,2 stig og tók 9 fráköst að meðaltali í leik.
Kvennalið Stjörnunnar hefur heldur betur látið að sér kveða í leikmannamálum fyrir næstu leiktíð en nú þegar hefur liðið gengið frá samningi við kjarna liðsins frá því í fyrra og við bandaríska leikmanninn Chelsie Schweers sem lék áður með Hamri í úrvalsdeildinni.
Stjarnan blés til blaðamannafundar í tilefni undirskriftar Margrétar Köru en það er stefna félagsins að gera karla- og kvennaliðum jafnhátt undir höfði. Vel gert hjá Stjörnunni.