spot_img
HomeFréttirMakedónía með mikilvægan sigur

Makedónía með mikilvægan sigur

Makedónar halda áframa ð koma á óvart á EM en í gær unnu þeir Georgíua 65-63. Reyndar vantaði besta mann Georgíumanna í liðið. Makedónar náðu mikilvægum sigri og eru líklegir til að fara í 8-liða úrslitin.
Bo McCalebb skoraði sigurkörfu Makedóna með fallegri körfu þegar hann keyrði í gegnum miðjuna hjá Georgíumönnum og kom þeim yfir þegar aðeins um sekúnda var eftir á klukkunni. McCalebb var stigahæstur hjá Makedónum með 27 stig. Hjá Georgíu var Nikoloz Tskitishvili stigahæstur sinna manna með 20 stig.
 
Rússar unnu góðan sigur á Finnum en Finnarnir áttu aldrei möguleika að stela sigrinum. Lokatölur 79-60 fyrir Rússa. Stigahæstur hjá Rússum var Andrei Kirilenko með 15 stig og hjá Finnum skoraði Shawn Huff 14 stig.
 
Lokaleikur dagsins var milli Grikkja og Slóvena þar sem Grikkir unnu góðan sigur 69-60. Það var ekki fyrr en í lokin sem þeir innsigluðu sigurinn en Grikkir voru sjóðandi fyrir utan þriggja-stiga línuna. Nikolaos Zisis var stigahæstur Grikkjana með 19 stig en hann reyndist sínum mönnum mjög drjúgur í lokin. Hjá Jaka Lakovic var stigahæstur Slóvena með 14 stig.
 
Mynd: Bo McCalebb var magnaður með Makedónum í gær.

Fréttir
- Auglýsing -