spot_img
HomeFréttirMakedónar lögðu Króata: Degi tvö lokið á EM

Makedónar lögðu Króata: Degi tvö lokið á EM

 
Alls voru tólf leikir á dagskránni í dag þegar annar keppnisdagurinn á EM fór fram í Litháen. Makedónar lögðu Króata þar sem Vlado Ilievski reyndist hetja Makedóna í leiknum.
Úrslit dagsins á EM:
 
Portúgal 73-87 Spánn
Pau Gasol gerði 20 stig og tók 5 fráköst en Antonio Tavares gerði 17 stig í liði Portúgala.
 
Lettland 77-92 Serbía
Nenad Krstic gerði 23 stig og tók 3 fráköst í liði Serba en Rolands Freimanis gerði 19 stig og tók 8 fráköst í liði Letta.
 
Bosnía 94-86 Svartfjallaland
Nihad Dedovic gerði 19 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá Bosníumönnum en í liði Svartfellinga var Vladimir Dasic með 14 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.
 
Búlgaría 68-65 Belgía
Earl Rowland gerði 22 stig og tók 2 fráköst í liði Búlgara en hjá Belgum var Thomas Van Den Spiegel með 12 stig og 8 fráköst.
 
Bretland 61-90 Tyrkland
Luol Deng gerði 22 stig og tók 8 fráköst í þessum skell gegn Tyrkjum. Emir Preldzig var atkvæðamestur í sigurliðinu með 15 stig og 6 stoðsendingar.
 
Írael 68-85 Frakkland
Tony Parker var enn á ný stigahæstur í franska liðinu með 21 stig og 8 stoðsendingar en hjá Ísraelsmönnum var Lior Eliyahu með 15 stig.
 
Finnland 61-81 Grikkland
Petteri Koponen gerði 21 stig í öðru tapi Finna á mótinu en hjá Grikkjum var Ioannis Bourousis með 19 stig og 10 fráköst.
 
Georgía 58-65 Rússland
Andrei Kirilenko fór annan leikinn í röð fyrir Rússum með 20 stig og 4 fráköst. Hjá Georgíumönnum var Manuchar Markoishvili með 21 stig og 3 fráköst.
 
Pólland 77-97 Litháen
Adam Lapeta gerði 8 stig og tók 6 fráköst í pólska liðinu en hjá heimamönnum í Litháen var Mantas Kalnietis með 19 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.
 
Ítalía 62-76 Þýskaland
Dirk Nowitzki skartaði tvennu í kvöld með 21 stig og 12 fráköst í þýska liðinu en Danilo Gallinari gerði 17 stig og tók 11 fráköst en Gallinari lék með Denver Nuggets í NBA deildinni á síðustu leiktíð.
 
Makedónía 78-76 Króatía
Vlado Ilievski gerði 18 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Makedóna en hjá Króötum var Ante Tomic með 10 stig og 7 fráköst. Ilievski gerði sigurkörfu leiksins þegar 11 sekúndur voru til leiksloka.
 
Úkraína 64-68 Slóvenía
Mirza Begic gerði 14 stig og tók 7 fráköst í liði Slóvena en Serhiy Lishchuck gerði 9 stig og tók 5 fráköst.
 
Mynd/ FIBA EUROPE: Tony Parker er að finna taktinn með Frökkum í Litháen.
 
Fréttir
- Auglýsing -