spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaMagnús Þór: Ætlum að vera duglegastar á vellinum

Magnús Þór: Ætlum að vera duglegastar á vellinum

Dominos deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.

Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Að lokum eru það bikarmeistarar Keflavíkur

Keflavík

Keflavík náði ekki að fylgja eftir frábæru tímabili 2016-2017 á síðasta tímabili en stóð þó uppi sem bikarmeistari. Liðið hefur bætt við sig ótrúlega sterkum leikmönnum sem allir eiga sameiginlegt að vera Keflvíkingar. Þegar allir eru heilir og klárir í slaginn þá er þetta lið ansi óárennilegt

Spá KKÍ: 1. sæti

Lokastaða á síðustu leiktíð: 2. sæti

Þjálfari liðsins: Jón Guðmundsson

Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Birna Valgerður Benónýsdóttir. Hún gæti tekið næsta skref á ferli sínum og endanlega stimplað sig inn sem albesti leikmaður deildarinnar.

Komnar og farnar: 

Komnar:

Jón Guðmundsson (þjálfari)

Bryndís Guðmundsdóttir frá Snæfell (úr barneignarleyfi)

María Jónsdóttir frá Njarðvík

Telma Lind Ásgeirsdóttir frá Breiðablik

Farnar:

Thelma Dís Ágústsdóttir til Ball State University (USA)

Sverrir Þór Sverrisson (þjálfari)

Viðtal við Magnús Þór Gunnarsson um komandi tímabil:

Fréttir
- Auglýsing -