{mosimage}
Magnús Guðfinnsson hefur verið ráðinn sem þjálfari Breiðablikskvenna í Iceland Express deildinni. Magnús er flestum hnútum kunnugur í Kópavogi en tímabilið 2000-2001 var hann með drengjaflokk hjá Breiðablik.
Magnús tekur við af Thomas Fjoldberg sem þjálfaði liðið á síðustu leiktíð en Thomas hefur haldið aftur til heim til Danmerkur og þjálfar nú kvennalið þar í landi.
Mynd: www.breidablik.is – Á myndinni eru Pétur Hrafn og Gunnhildur, forsvarsmenn Breiðabliks, ásamt Magnúsi Guðfinnssyni til hægri.