Bakvörðurinn Magnús Breki Þórðarson hefur samið við Hrunamenn um leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deild karla.
Magnús er 22 ára gamall og kemur til liðsins frá uppeldisfélagi sínu Þór í Dominos deildinni, sem hann hefur leikið með frá árinu 2015-16 fyrir utan hálft tímabil sem hann var með Vestra í fyrstu deildinni.
Magnús lék hálft tímabil með Vestra í fyrstu deildinni 2016-17, en þá skilaði hann 12 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik. Þá hefur haann einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands, meðal annars undir 18 ára drengjaliðinu sem vann Norðurlandameistaratitilinn fyrir fjórum árum.