Mbl.is greinir frá því í dag að Ingvalur Magni Hafsteinsson sé snúinn í raðir Fjölnismanna á nýjan leik. Karfan.is greindi fyrst frá því í gær að Jón Sverrisson yrði ekki meira með Fjölni þetta tímabilið en Morgunblaðsmenn fóru dýpra í málið.
Úr frétt mbl.is:
Fjölnismenn dóu þó ekki ráðalausir og hafa samið við Ingvald Magna Hafsteinsson um að taka fram skóna á nýjan leik en Magni lék með liðinu fyrir tveimur árum. Steinar Davíðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Fjölnis, staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær. Magni er 31 árs og hætti í Fjölni á sínum tíma vegna breytinga í starfi. Hann á nú hægara um vik að spila með Fjölni og verður að öllum líkindum í leikmannahópi liðsins þegar Fjölnir tekur á móti KFÍ annað kvöld. Magni lék áður með Snæfelli og KR en fór í Fjölni sumarið 2009.