Í nótt fóru átta leikir fram í NBA deildinni. Orlando Magic gerðu góða ferð á vesturströndina og lögðu LA Clippers í Staples Center. Miami Heat gerðu einnig víðreist á vesturströndinni og burstuðu Sacramento Kings.
LA Clippers 101-104 Orlando Magic
Arron Afflalo var atkvæðamestur í liði Orlando með 30 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en hjá Clippers var Blake Griffin með 30 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Orlando batt þar með enda á félagsmet Clippers sem stóð í 13 heimasigrum í röð en Magic að sama skapi að komast á réttan kjöl eftir tíu tapleiki í röð!
Sacramento Kings 99-128 Miami Heat
Mario Chalmers fór hamförum í liði Heat með 34 stig en kappinn setti niður 10 af 13 þristum sínum í leiknum! Hann var einnig með 2 fráköst og 3 stoðsendingar en sex leikmenn Heat voru með 10 stig eða meira í leiknum. Isaiah Thomas var atkvæðamestur í liði Kings með 34 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.
Frá leikjum næturinnar:
Úrslit næturinnar:
FINAL
3:30 PM ET
ORL
104
LAC
101
26 | 23 | 26 | 29 |
|
|
|
|
31 | 26 | 26 | 18 |
104 |
101 |
ORL | LAC | |||
---|---|---|---|---|
P | Afflalo | 30 | Griffin | 30 |
R | Vucevic | 15 | Griffin | 8 |
A | Nelson | 9 | Paul | 16 |