spot_img
HomeFréttir"Maggi Gunn er bara einfaldlega einn rosalegasti leikmaður allra tíma hér á...

“Maggi Gunn er bara einfaldlega einn rosalegasti leikmaður allra tíma hér á Íslandi”

 

Næstkomandi fimmtudag hefst úrslitakeppni Dominos deildar karla í körfubolta þetta árið. Þá fara af stað rimmur KR gegn Grindavík og Keflavíkur gegn Tindastól. Degi seinna, á föstudaginn, hefjast svo rimmur Stjörnunnar gegn Njarðvík og Hauka gegn Þór frá Þorlákshöfn.

 

Spennan er mikil og ekki síst hjá stuðningsmönnum liðanna. Því ákváðum við að, meðal annars, taka stöðuna á einum stuðningsmanni hvers liðs fyrir sig til þess að reyna sem best að fá stemminguna beint í æð.

 

Nú er komin röðin að stuðningsmanni liðs Keflavíkur, Jóhanni D Bianco, en lið hans mætir Tindastól í fyrsta leik heima í Keflavík næstkomandi fimmtudag kl 19:15.

 

 

 

Ég biðst svona fyrirfram semí afsökunar á enskuslettunum, hér er bara töluð hrein Keflvíska, þeir sletta skyrinu sem eiga það*

Hversu lengi og afhverju fórst þú að standa við bak Keflavík í körfubolta?

Ég hef staðið á bakvið mitt sterka lið allar götur síðan ég man eftir mér. Ég er fæddur og uppalinn Keflvíkingur, og í mér rennur eins blátt blóð og það gerist. Elska Bítlabæinn minn fagra og mun styðja mína menn þar til ég tek minn síðasta andardrátt.

 

Hverjar eru þínar fyrstu góðu minningar af því að vera stuðningsmaður Keflavíkur?

Það sem ég svona man hvað fyrst almennilega eftir var minnir mig árið 1989, svona mín fyrsta alvöru minning var þegar ég fór að hitta Bjössa vin minn heitinn sem bjó í "blokkinni" á Hringbraut 92 beint á móti Brautarnesti (helli niður bjór fyrir Bjössa & Braut) og fann þar í póstkassanum blað um Keflavíkurliðið og úrslitakeppnina sem þá var að detta í gang.
Man að við fórum á leikinn með machintosh dollur eins og vinsælt var í den og peppuðum okkar menn að okkar fyrsta Íslandsmeistaratitli, þar sem Siggi Ingimundar lyfti bikarnum sælla minninga. Þarna var Jón Kr þjálfarinn okkar og man ég alltaf eftir fyrsta dönsku tímanum mínum í Holtaskóla í 7.bekk þar sem hann var kennarinn minn, hef sjaldan verið jafn star strucked. Mottóið hans Nonna hefur líka fylgt mér alla tíð síðan: "Aldrei að standa þegar ég get setið" Þvílík speki!

 

Hver er (einn) þinn uppáhalds leikmaður í liðinu í dag og afhverju?

Þeir eru allnokkrir en ég verð að segja fermingarfélagi minn og einn mesti fagmaður sem ég þekki, MG10, Maggi Gunn.
Hann er bara svo mikill toppmaður, í gegnum tíðina hafa þristarnir hans og hans play skilað okkur svo miklu peppi & árangri að það er eiginlega bara ekki annað hægt en að nefna hann. Maggi er bara a true winner, hann er með eitt mesta körfubolta IQ sem við höfum séð hér á landi, og þessi byssa sem hann er, þetta er bara óraunverulegt. Man vel eftir einu góðu mómenti þegar við vorum í  ca 2-4 bekk þegar við vorum einu sinni sem oftar útá velli í Myllu þegar Maggi sagði við mig:  "Koddu í mig. ég ætla að skjóta í andlitið í þér"  Ég hjólaði í hann frá miðju, honum var drullusama, bombaði einum svellköldum í smettið á mér rétt kominn yfir miðju,, þá vissi ég um leið að þessi gæji væri something special. Tala nú ekki um playið á George Byrd í Stjörnuleiknum í KR heimilinu, úffff…. Maggi Gunn er bara einfaldlega einn rosalegasti leikmaður allra tíma hér á Íslandi!

 

Hver er þinn "all-time" uppáhalds leikmaður og afhverju?

Af mörgum fáránlega góðum, eins og fjölmörgum úr Keflavíkurliðinu í gegnum tíðina sem ég gæti tekið viku í að nefna upp,  þá hef ég alltaf haft mjög gaman af mönnum eins og Frank Booker, Pétri legend Guðmunds, Teiti Örlygs, Ölla vinur minn heitinn & Loga fagmanni ásamt fleirum góðum, en ég bara verð að henda mínum manni þriggja stiga fríkinu Gaua Skúla hérna inn. Þegar ég var að æfa körfu way back in the days  þá var Gaui Skúla alltaf minn maður. Ég var alltaf númer 12 þegar ég gat, var grimmur fyrir utan línuna dritandi eins og ég fengi borgað fyrir það rétt eins og fyrirmyndin. Gaui kenndi mér líka að skjóta á sínum tíma þegar maður var ungur, it´s all in the legs… Hann er náttúrulega bara gangandi legend, þriggja stiga skytta lífsins og Celtics maður rétt eins og Siggi coach, þannig að af mörgum góðum er ekki annað hægt en að velja GS12!

 

Hverju myndir þú þakka betra gengi Keflavíkur en vonast var við þetta tímabilið?

Það bjóst enginn við neinu af okkur í vetur, okkur var spáð einhverju fáránlegu sæti, en menn voru greinilega búnir að gleyma um hverja þeir voru að tala, skítt með hvernig hópurinn leit út, árangurinn síðustu tímabila eða hvað annað menn voru að taka inní myndina. Menn komu bara klárir í þennan vetur og hafa haft virkilega gaman að því sem þeir eru að gera, og það hefur heldur betur skilað sér í þrusuflottum leikjum og góðu stuði. Ég myndi þakka okkar gengi í vetur bara frábærri liðsheild, mögnuðum þjálfara og Keflavíkurandanum. Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík !

 

Fannst þér ákvörðun um að skipta um erlendan leikmann á síðustu stundu ganga upp?

Ég er svona semí ennþá á girðingunni góðu með þetta allt saman. Ég hafði miklar mætur á Earl Brown bæði persónulega og inná vellinum, en mönnum fannst við kannski þurfa að breyta aðeins um týpu og fá öðruvísi leikmann í baráttuna framundan, sérstaklega inní teignum varnarlega séð. Það sem ég heyrði helst með þetta var að við þyrftum að fá betri varnarmann, ég hef nákvæmlega ekki neitt útá minn mann Jerome Hill að setja, en þetta kom kannski á pínu furðulegum tíma. Sumir hafa viljað setja samasemmerki við þessa örlitlu niðursveiflu okkar og þetta kana trade, en við sjáum bara til hvernig spilast úr þessu. Ég fíla Jerome í botn og finnst hann vera hörkuspilari sem hefur gríðarlegan metnað sem fittar vel inn í okkar lið og hann hefur verið að skila flottum leikjum hjá okkur,  við verðum svo bara að sjá til eins og ég segi hvernig spilast úr þessu öllu saman. Eina sem ég sé neikvætt við þessa Stólaseríu er að fjölmiðlarnir vilja pottþétt reyna að setja þetta upp í eitthvað Jerome vs Stólarnir hans gömlu félagar, en við nennum ekkert að pæla  í því og eigum ekki að þurfa að pæla í því, þetta er bara Keflavík vs Tindastóll and that´s it.

 

Hvernig metur þú þetta einvígi gegn Tindastól?  

Þetta verður hressandi battle. Ég hefði persónulega bara af eigingjörnum ástæðum viljað fá Njarðvík, rétt eins og allir hér í Keflavík & Njarðvík sem vilja sjá djúsí seríu okkar á milli, enda fornir fjendur sem alltaf er gaman að sjá mætast. Elska líka bjórveðmálin við Njarðvíkur vini mína, þannig að mér finnst að við séum að missa af svolíítið miklu að fá ekki að sjá þessi tvö risa körfuboltastórveldi mætast. En mér líst bara vel á Stólana, enda eru Króksarar toppfólk og allir sem ég þekki af Króknum eru algjörir fagmenn sem verður gaman að hitta í stúkunni í þessari seríu.

 

Hverjir eru helstu styrkleikar Tindastóls? 

Þeir eru með marga flotta & sterka Íslendinga, og 4 kana  (tvo með íslenskan ríkisborgararétt) sem þeir geta jugglað hressilega á milli. Þeir virðast vera að toppa á réttum tíma og eru handfylli fyrir hvaða lið sem er. En við erum hvergi bangnir, enda með heimavöllinn og eins og hefur komið margoft fram  að þá er Keflavík alltaf Keflavík…… í Keflavík ! 
Og við ætlum að sjálfsögðu að vera Keflavík líka á Króknum,  K-in koma sterk inn hérna.

 

Hverjir eru helstu styrkleikar Keflavíkur?  

Frábær sóknarleikur, getum hlaupið flest lið í ruglið, getum skotið flest lið í kaf og getum þrátt fyrir litla hæð "outmusclað" vel flest lið í deildinni. Og svo erum við auðvitað með einn besta þjálfara allra tíma sem lumar á ýmsu uppí erminni góðu.
Stemmningin hér fyrir nokkrum árum var auðvitað bara í ruglinu með Trommusveitina sálugu helpeppaða í stúkunni sem mætti og studdi strákana hvar sem við spiluðum. Roadtrippin í Hólminn, össs those were the days maður..!
En það eru breyttir tímar hvað það varðar, nú er bara einfaldlega kominn tími á nýju kynslóðina og þessir yngri strákar þurfa að fara að stíga upp,  við erum flestir orðnir "too old for this shit"  enda flestir búnir að vera lengi í  þessu og þá sérstaklega ég alveg hrikalega lengi, og einhvern tímann verður maður að stíga til hliðar, sem ég hef nú reynt að gera í allmörg ár. Fíla að sjá þetta pepp sem er í gangi í dag hjá liðunum í deildinni, en þetta á því miður ekki alveg breik í það sem var í gangi þegar við, KR, Stjarnan, Snæfell (helli niður köldum fyrir Torfa bróðir) og fleiri lið vorum uppá okkar besta.
En ekkert nema respect á öll stuðningsliðin í deildinni í dag, sem vel peppaður einstaklingur þá fagna ég því alltaf að sjá menn vel gíraða í stúkunni styðjandi sína menn, eins og vera ber. Nú þurfum við Keflvíkingar allir að stíga upp og bomba okkur í Úrslitakeppnisgírinn !

 

Hvaða leikmaður Keflavíkur er lykillinn að sigri í þessari rimmu? 

"There´s no I in team" eða "það er ekkert I í liði" eins og toppmaður Ká Joð komst svo skemmtilega að orði í hinum frábæra þætti Körfuboltakvöldi, og það á ansi vel við Keflavíkurliðið. Við höfum alltaf farið þetta á liðsboltanum, höfum alltaf verið með fullt af frábærum leikmönnum ásamt þessu vel þekkta Keflavíkur attitude-i. Stólarnir eru helvíti seigir og með feikna sterkt lið, en ef við erum að klikka á öllum cylendrum þá erum við helvíti erfiðir við að eiga. Run N´ Gun er  semí okkar lifibrauð en eins og flestir vita þá róast leikurinn yfirleitt niður í úrslitakeppninni og þetta snýst aðeins meira um halfcourt leikinn þar sem stærri liðin njóta sín kannski aðeins betur, en við getum yfirleitt stjórnað tempóinu eins og okkur hentar, og þegar við gerum það  þá hlaupum við yfir þig. Þannig að hraðinn, skotin og agressív vörn verða líklega lykilpunktar hjá okkur í þessari seríu. Það er vonandi að þessi lið fái að spila sinn bolta, hafa smá passion í þessu og fái að spila leikinn,  enda er það þannig & Á að vera þannig að menn fái að spila aðeins fastar í úrslitakeppinni enda mikið í húfi og miklar tilfinningar sem munu flæða.

 

Hvernig á serían eftir að fara?  

Það fer sennilega talsvert eftir því hvernig fyrsti leikurinn fer, en ég gæti alveg séð þetta fara í djúsí 5 leikja seríu, 3-2 KEF.

 

Ef blátt blóð rynni þér ekki í æðum, hvaða liði hefðir þú haldið með þennan veturinn og afhverju? 

Leicester.   Respect the underdogz.

ÁFRAM KEFLAVÍK !!!

Fréttir
- Auglýsing -