Íslenska landsliðið hefur verið í Berlín í Þýskalandi síðustu daga þar sem það hefur æft fyrir síðustu tvo leiki undankeppni EuroBasket 2025, en í dag kom liðið til Ungverjalands Þar sem leikurinn fer fram annað kvöld gegn heimamönnum.
Fyrri leikur liðsins í þessum lokaglugga keppninnar er gegn Ungverjalandi úti annað kvöld áður en þeir loka undankeppninni með viðureign gegn Tyrklandi heima í Laugardalshöll komandi sunnudag.
Líkt og oft er með landsleiki getur það verið svo að liðsfélagar úr félagsliðum mætists. Vefmiðill FIBA fer yfir hvaða félagsliðaliðsfélagar það verði sem mætist í þessum lokaglugga keppninnar. Þar má finna tvo lykilleikmenn San Pablo Burgos úr Primera Feb deildinni, Jón Axel Guðmundsson sem leikur með íslenska landsliðinu og Gyorgy Goloman sem leikur fyrir það ungverska.
Báðir eru þeir mikilvægir Burgos, Jón Axel leiðir liðið í stoðsendingum að meðaltali í leik og Gyorgy skorar að meðaltali rúmlega níu stig í leik. Þá er lið þeirra eitt í efsta sæti deildarinnar, búnir að vinna síðustu 12 deildarleiki.
Hérna má sjá þá lisðfélaga sem mætast í lokaglugga undankeppninnar
Í samtali við Körfuna sagði Jón þá Gyrogy hafa fíflast mikið á æfingum í aðdraganda leiksins, en að hann tæki sinn stóra mann hjá landsliðinu Tryggva Snæ Hlinason alltaf fram yfir Gyorgy, þrátt fyrir að hann teldi Gyrorgy vera topp náunga sem væri gífurlega hæfileikaríkur.