spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Mæta Rúmeníu kl. 17:00 í Ólafssal – Húsið opnar 16:00 og VÍS...

Mæta Rúmeníu kl. 17:00 í Ólafssal – Húsið opnar 16:00 og VÍS býður á völlinn

Íslenska kvennalandsliðið mun í dag kl. 17:00 mæta Rúmeníu í Ólafssal í fjórða leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025.

Fyrstu tvo leiki undankeppninnar lék liðið fyrir ári síðan, en þá tapaði liðið fyrir Rúmeníu ytra og Tyrklandi heima. Báðir voru leikirnir þó nokkuð jafnir og því má frekar gera því skóna að það styttist í fyrsta sigurleik liðsins í keppninni. Fyrri leikur þessa annars glugga var svo síðastliðinn fimmtudag, en þá tapaði Ísland með nokkrum stigum fyrir Slóvakíu.

Hérna er heimasíða mótsins

Frítt verður á leik dagsins í Ólafssal í boði VÍS á meðan húsrúm leyfir, en einnig verður leikurinn í beinni útsendingu frá kl. 16:50 á RÚV 2. Þá skal tekið fram að húsið opnar kl. 16:00 og verða bæði hamborgarar og pítsur til sölu.

Hérna er 15 leikmanna hópur Íslands fyrir leikina

Fréttir
- Auglýsing -