Magnús Bjarki Guðmundsson spilaði 17 mínútur gegn KR og skoraði aðeins 3 stig í leiknum. Hann tók hins vegar eitt sóknarfrákast og kom boltanum á Justin Shouse í lok leiks, en það varð til þess að Stjarnan innsiglaði sigur á Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára og þeim sem spáð er yfirburðasigri á þessu móti í ár. Þetta sóknarfrákast skipti að mati Karfan.is meira máli en frammistaða allra annarra leikmanna deildarinnar í umferðinni. Þetta sóknarfrákast var lykillinn að mikilvægasta sigri umferðarinnar. Magnús Bjarki er því Lykilmaður 1. umferðar Domino's deildar karla.
Tekið skal fram að Karfan.is gerir ekki lítið úr afrekum hins 39 ára Darrel Lewis sem skoraði 37 stig og tók 11 fráköst í sigri Tindastóls á ÍR. Þess þá heldur þrennu Jóns Axels Guðmundssonar í leik Grindavíkur og FSu, 16-10-10.