Lykilmaður þriðja leiks Hauka og Tindastóls var Brandon Mobley sem átti einn af sínum betri leikjum síðan hann kom til liðs við Hauka. Hann var með 23 stig og 13 fráköst, mörg af þessum fráköstum voru ekki auðfengin og var barátta hans til fyrirmyndar í dag. Auk þess bætti hann við fjórum stoðsendingum og sást hungur hans til þess að sigra bersýnilega í þessum leik. Gerði Myron Dempsey verulega erfitt fyrir inní teig og gaf ekki tommu eftir í vörninni. Hann er liðsmaður-par exelance og akkurat það sem Haukar þurftu í sitt lið.