Edward Lee Horton, leikmaður KR, meiddist í leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöldi og var borinn af velli. Hugsanlegt er að Horton hafi rifbeinsbrotnað.
Horton var engu síður stigahæsti maður KR í gækvöldi og skoraði 24 stig, hirti 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á þeim 30 mínútum sem hann náði að spila.
Það er því nokkuð ljóst að KR má ekki við því að missa hann lengi frá vinnu.