spot_img
HomeFréttirLykill: Tryggvi Snær Hlinason

Lykill: Tryggvi Snær Hlinason

Íslenska U20 landsliðið hefur lokið leik í A-deild evrópumótsins þetta árið. Liðið tapaði gegn Þýskalandi í leik um sjöunda sæti mótsins og lýkur því leik í áttunda sæti mótsins. 

 

Ísland byrjaði leikinn frábærlega og leiddi 20-10 eftir fyrsta leikhluta. Þýskaland gerði vel í að bregðast við aðgerðum Íslands og náðu að setja saman góð áhlaup til að ná forystunni í þriðja leikhluta og gekk erfiðlega fyrir Ísland að kom til baka eftir það. 

 

Niðurstaðan er að Ísland er áttunda besta þjóð evrópu í U20 aldursflokki í fyrsta skipti sem liðið tekur þátt. Það þýðir að Ísland mun aftur vera í A-deild að ári og því spennandi verkefni framundan. 

 

 

Karfan.is velur Lykilmenn hvers leiks Íslands á evrópumótinu í boði Lykils. Lykill leiksins í tapinu gegn Þýskalandi er Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason í fjórða skipti á mótinu. 

 

 

Tryggvi Snær var að vanda gríðarlega sterkur hjá Íslandi í dag. hann endaði með 23 stig, 8 fráköst og tvö varin skot. Hann lennti hinsvegar í nokkrum vandræðum varnarlega gegn Moritz Wagner sem keyrði mikið á hann eða skaut yfir hann í leiknum. 

 

Saga mótsins hingað til er Tryggvi Snær Hlinason og hans frammistaða. Á mótinu hefur hann komið sér í raðir efnilegustu leikmanna Evrópu og eru blaðamenn farnir að orða hann við NBA deildina í framtíðinni. Framfarir Tryggva eru ótrúlegar en það má ekki gleymast að hann byrjaði að stunda körfubolta fyrir þremur árum. Enn vantar nokkuð uppá vopnabúrið og þá sérstaklega varnarlega en miðað við framfarirnar sem hann hefur sýnt á þessum tíma verður spennandi að fylgjast með honum næstu misserin. 

 

Halldór Garðar Hermannsson var sterkur og endaði með 12 stig, tvær stoðsendingar og 60% nýtingu á einungis ellefu mínútum. Ingvi Guðmundsson endaði einnig með 12 stig en hann var óhræddur við að skjóta boltanum. 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -