Lykilleikmaður 3. umferðar Bónus deildar karla var leikmaður Vals Taiwo Badmus.
Í nokkuð ótrúlegum sigri Íslandsmeistara Vals gegn Álftanesi í Forsetahöllinni var Taiwo besti leikmaður vallarins. Á tæpum 42 mínútum spiluðum skilaði hann 35 stigum, 8 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Þá var hann einkar skilvirkur í leiknum, með 8 fiskaðar villur, 91% tveggja stiga nýtingu og 39 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Bónus deild karla
- umferð – Linards Jaunzems / KR
- umferð – Shaquille Rombley / Stjarnan
- umferð – Taiwo Badmus / Valur