Lykilleikmaður 2. umferðar Bónus deildar karla var leikmaður Stjörnunnar Shaquille Rombley.
Í gífurlega sterkum eins stigs sigur Stjörnunnar gegn KR á Meistaravöllum var Shaquille besti leikmaður vallarins. Á rúmum 30 mínútum spiluðum skilaði hann 22 stigum, 12 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 vörðum skotum. Þá var hann nokkuð skilvirkur í leiknum, með 69% heildarskotnýtingu, 6 fiskaðar villur og 32 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Bónus deild karla
- umferð – Linards Jaunzems / KR
- umferð – Shaquille Rombley / Stjarnan