spot_img

Lykill: Robbi Ryan

Lykilleikmaður 9. umferðar Subway deildar kvenna var leikmaður Grindavíkur Robbi Ryan.

Í gífurlega mikilvægum sigri Grindavíkur á Breiðablik heima í HS Orku Höllinni var Robbi besti leikmaður vallarins. Á tæpri 31 mínútu spilaðri skilaði hún 38 stigum, 11 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Skotnýting hennar frábær í leiknum, 70% í heildina, en hún setti niður 7 af 11 fyrir utan þriggja stiga línuna. Mjög svo skilvirk frammistaða sem skilaði henni 45 framlagsstigum fyrir frammistöðuna, en það er það mesta sem leikmaður hefur náð í leik það sem af er vetri.

Lykilleikmenn:

  1. umferð – Ameryst Alston / Val
  2. umferð – Ameryst Alston / Val
  3. umferð – Daniela Wallen Morillo / Keflavík
  4. umferð – Anna Ingunn Svansdóttir / Keflavík
  5. umferð – Aliyah A’taeya Collier / Njarðvík
  6. umferð – Sanja Orozovic / Fjölnir
  7. umferð – Aliyah A’taeya Collier / Njarðvík
  8. umferð – Daniela Wallen Morillo / Keflavík
  9. umferð – Robbi Ryan / Grindavík
Fréttir
- Auglýsing -