Lykilleikmaður 17. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Þórs, Nikolas Tomsick. Í æsispennandi sigri Þórs á ÍR í Hellinum í Breiðholti var það að lokum sigurþristur Tomsick sem skildi liðin að, 95-96. Einnig átti hann í heildina frábæran leik fyrir sitt lið. Á tæpum 35 mínútum spiluðum skoraði hann 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 3 boltum.
Aðrir tilnefndir voru leikmaður Skallagríms, Domagoj Samac, leikmaður Stjörnunnar, Brandon Rozzell og leikmaður Grindavíkur, Sigtryggur Arnar Björnsson.
Lykilleikmaður 17. umferðar Dominos deildar karla? #korfubolti
— Karfan (@Karfan_is) February 4, 2019