spot_img

Lykill: Justin Martin

Lykilleikmaður 7. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður ÍR, Justin Martin. Í nokkuð öruggum sigri ÍR á Val skoraði Martin 45 stig og tók 10 fráköst. Þá setti hann í heildina 9 þriggja stiga körfur niður og fékk í heildina 43 framlagsstig fyrir vikið, en það er það hæsta sem leikmaður hefur skorað í þeirri tölfræði það sem af er vetri.

Kinu Rochford hjá Þór skilaði einnig 43 framlagsstigum í þessari umferð með frammistöðu sinni gegn Breiðabliki og deila þeir því þessu toppsæti yfir frammistöður í vetur með tilliti til framlagsstiga.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Þórs, Kinu Rochford, leikmaður Njarðvíkur, Mario Matasovic og leikmaður Keflavíkur, Michael Craion.

Fréttir
- Auglýsing -