Lykilleikmaður 5. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður KR, Jón Arnór Stefánsson. Á tæpum 33 mínútum spiluðum í glæstum sigri sinna manna á toppliði Tindastóls skoraði Jón 29 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.
Aðrir tilnefndir voru leikmaður Grindavíkur, Ólafur Ólafsson, leikmaður Njarðvíkur, Jeb Ivey og leikmaður Breiðabliks, Christian Covile.
Lykilleikmaður 5. umferðar Dominos deildar karla? #korfubolti
— Karfan (@Karfan_is) November 2, 2018