Lykilleikmaður 16. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður KR, Jón Arnór Stefánsson. Í mikilvægum framlengdum sigri á Tindastól í Síkinu var Jón frábær. Á tæpum 39 mínútum spiluðum skoraði hann 34 stig, tók 5 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 2 boltum. Þá setti hann einnig niður 7 þrista úr aðeins 12 skotum.
Aðrir tilnefndir voru leikmaður Skallagríms, Domogoj Samac, leikmaður Hauka, Russell Woods Jr og leikmaður Vals, Ragnar Ágúst Nathanaelsson.
Lykilleikmaður 16. umferðar Dominos deildar karla? #korfubolti
— Karfan (@Karfan_is) February 1, 2019