Lykilleikmaður 26. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Breiðabliks, Ivory Crawford. Á tæpum 38 mínútum spiluðum í eins sttigs sigri liðsins á KR skilaði hún 34 stigum, 28 fráköstum, 7 stoðsendingum, 3 stolnum boltum og vörðu skoti. Í heildina var hún með 52 framlagsstig í leiknum, en það er það fjórða hæsta sem leikmaður hefur skilað það sem af er vetri.
Aðrar tilnefndar voru leikmaður Snæfells, Katarina Matijevic, leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir og leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez.
Lykilleikmaður 26. umferðar Dominos deildar kvenna? #korfubolti
— Karfan (@Karfan_is) March 20, 2019