spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLykill: Elvar Már Friðriksson

Lykill: Elvar Már Friðriksson

Lykilleikmaður 10. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Njarðvíkur, Elvar Már Friðriksson. Í nokkuð spennandi sigri liðsins á nýliðum Breiðabliks skilaði Elvar þrefaldri tvennu. Skoraði 40 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Þá var hann drjúgur úr djúpinu, en fimm af sjö þriggja stiga skota hans rötuðu rétta leið.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Keflavíkur, Gunnar Ólafsson, leikmaður Stjörnunnar, Antti Kanervo og leikmaður Þórs, Nicolas Tomsick.

Fréttir
- Auglýsing -