Lykilleikmaður undir 16 ára liðs stúlkna á nýafstöðnu Norðurlandamóti í Kisakallio var Elísabet Ýr Ægisdóttir.
Í fimm leikjum fyrir liðið skilaði Elísabet 9 stigum, 9 fráköstum, vörðu skoti og stoðsendingu að meðaltali í leik. Þá var hún einnig með 83% vítanýtingu á mótinu. Var hún með með þriðja hæsta meðaltal allra leikmanna á mótinu í fráköstum, sú áttunda skilvirkasta og sú fjórða hæsta í vörðum skotum.
Besti leikur: 52-46 sigur á Eistlandi, með 17 stig, 7 fráköst og 2 varin skot.
