Lykilleikmaður fjórðu umferðar Subway deildar kvenna var leikmaður Stjörnunnar Denia Davis-Stewart.
Í nokkuð sterkum sigri nýliða Stjörnunnar gegn nýliðum Snæfells í spennandi leik í Stykkishólmi var Denia besti leikmaður vallarins. Á 29 mínútum spiluðum skilaði hún 20 stigum, 13 fráköstum, stoðsendingu, 4 stolnum boltum og vörðu skoti. Þá fiskaði hún 7 villur á Snæfell í leiknum og tapaði boltanum í aðeins eitt skipti, en hún var með 30 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn
- umferð – Madison Anne Sutton / Þór Akureyri
- umferð – Raquel Laneiro / Fjölnir
- umferð – Emile Hesseldal / Njarðvík
- umferð – Denia Davis Stewart / Stjarnan