Lykilleikmaður 23. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez. Á rúmum 34 mínútum spiluðum í mikilvægum sigri Stjörnunnar á KR var Rodriguez besti leikmaður vallarins. Skoraði 36 stig, tók 19 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 2 boltum. Þá var hún einkar skilvirk í leiknum, skilaði öllum 8 skotum sínum af gjafalínunni rétta leið og var 6 af 9 í þriggja stiga skotum.
Aðrar tilnefndar voru leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins, leikmaður Breiðabliks, Ivory Crawford og leikmaður Vals, Simona Podesvova.
Lykilleikmaður 23. umferðar Dominos deildar kvenna? #Korfubolti
— Karfan (@Karfan_is) March 6, 2019