Lykilleikmaður fyrstu umferðar Subway deildar karla var leikmaður Njarðvíkur Chaz Williams.
Í nokkuð sterkum sigri Njarðvíkur gegn Stjörnunni í Ljónagryfjunni í þessum fyrsta leik tímabils var Chaz besti leikmaður vallarins. Á sléttum 38 mínútum spiluðum skilaði hann 31 stigi, 8 fráköstum, 6 stoðsendingum og stolnum bolta. Þá var hann nokkuð skilvirkur í leiknum, með aðeins einn tapaðan bolta og 36 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn
- umferð – Chaz Williams / Njarðvík