spot_img
HomeFréttirLykill: Carmen Tyson-Thomas

Lykill: Carmen Tyson-Thomas

 

Lykilleikmaður 14. umferðar Dominos deildar kvenna er leikmaður Njarðvíkur, Carmen Tyson-Thomas. Í naumum sigri Njarðvíkur á Haukum í Schenker Höllinni skoraði Carmen 40 stig, tók 16 fráköst, stal 4 boltum og varði 5 skot. Þetta er í 5. skiptið í vetur sem að Carmen er lykilleikmaður umferðarinnar.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Snæfells, Aaryn Ellenberg-Wiley fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík, leikmaður Skallagríms, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrir frammistöðu sína gegn Val og leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík.

 

Fréttir
- Auglýsing -