KR tók forystuna í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla í kvöld með sigri á Tindastól í Síkinu. Leikurinn var æsispennandi og réðst á lokaandartökunum.
Þegar nærri 20 sekúndur voru eftir setti Pétur Rúnar Birgisson geggjað þriggja stiga skot til að jafna leikinn og KR átti boltann. Að lokum endaði boltinn hjá Brynjari Þór sem setti flautukörfu til að tryggja sigurinn í leiknum á ævintýralegan hátt. Meira um leikinn hér.
Fyrir vikið var lykilleikmaður 3. leiks úrslitaeinvígis KR og Tindastóls valinn Brynjar Þór Björnsson sem vann leikinn fyrir KR. Lykilleikmaðurinn er valinn í samstarfi við Lykil.
Það er alveg sama hvað tölfræðin segir, þegar þú segir sigurkörfuna þá ertu lykilmaðurinn. Brynjar Þór Björnsson er besti klöts skotmaður landsins, jafnvel fyrr og síðar. Þetta lokaskot var mjög erfitt og gæti reynst ákveðin þátttaskil í eltingaleik KR að fimmta titlinum í röð. Brynjar endaði með 15 stig. Kristófer Acox var einnig öflugur, endaði með 18 stig, 11 fráköst og þrjá varða bolta. Hann var óstöðvandi í pick og roll aðgerðum liðsins sem reyndist lykilatriði fyrir KR.
KR er þar með komið með 2-1 forystu í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í DHL-höllinni næsta laugardagskvöld kl 20:00.