Lykilleikmenn 24. umferðar Dominos deildar kvenna voru leikmaður Keflavíkur, Bittanny Dinkins og leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez.
Á rúmum 34 mínútum spiluðum í 92-70 sigri Keflavíkur á Skallagrím skilaði Dinkins laglegri þrennu. Skoraði 35 stig, tók 14 fráköst, gaf 13 stoðsendingar og stal 3 boltum. Þá var nýting hennar fyrir utan þriggja stiga línuna til fyrirmyndar, setti niður 7 af 13 skotum sínum niður úr djúpinu (54%)
Á nákvæmlega 40 mínútum spiluðum í mikilvægum 73-66 sigri Stjörnunnar á Snæfell var Rodriguez frábær. Setti 40 stig, tók 8 fráköst, gaf 8 stoðsendingar, stal 2 boltum og varði 2 skot. Þá var skotnýting hennar í leiknum einnig frábær, setur niður 5 af 8 tveggja stiga skota sinna, 5 af 8 þriggja stiga skota og 12 af 13 vítaskota sinna.
Aðrar tilnefndar voru leikmaður Breiðabliks, Ivory Crawford og leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir.
Lykilleikmaður 24. Umferðar Dominos deildar kvenna? #korfubolti
— Karfan (@Karfan_is) March 9, 2019