Lykilleikmaður fjórðu umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins. Á tæpum 38 mínútum spiluðum í nokkuð öruggum sigri bikarmeistaranna á Íslandsmeisturum Hauka skoraði Dinkins 38 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.
Aðrar tilnefndar voru leikmaður Vals, Simona Podesvova, leikmaður KR, Orla O´Reilly og leikmaður Skallagríms, Bryesha Blair.
Lykilleikmaður fjórðu umferðar Dominos deildar kvenna? #korfubolti
— Karfan (@Karfan_is) October 21, 2018