Lykilleikmaður undir 18 ára liðs kvenna á nýafstöðnu Norðurlandamóti í Kisakallio var Ásta Júlía Grímsdóttir.
Í fimm leikjum fyrir liðið skilaði Ásta 15 stigum, 10 fráköstum, 2 vörðum skotum og stoðsendingu að meðaltali í leik. Af öllum leikmönnum mótsins var hún sú fjórða stigahæsta, þriðja hæst í fráköstum, næst hæst í skilvirkni, með þriðju bestu vítanýtinguna og efst í vörðum skotum og tvennum.
Besti leikur: 68-59 sigur á Noregi, með 22 stig, 16 fráköst, 2 varin skot og stoðsending.