Næst er skotklukkan komin að leikmanni Keflavíkur Ásdísi Elvu Jónsdóttur. Ásdís er 17 ára og að upplagi úr Njarðvík þó hún hafi leikið með yngri flokkum Keflavíkur á síðustu árum. en hún hóf að leika fyrir meistaraflokk Keflavíkur á síðustu leiktíð. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands, nú síðasta sumarið 2023 með undir 16 ára liðinu sem fór á Norðurlandamót og Evrópumót.
- Nafn? Ásdís Elva Jónsdóttir
- Aldur? 17 ára
- Hjúskaparstaða? Lausu
- Uppeldisfélag? Spilaði fyrstu árin í Njarðvík.
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Allt tímabilið 2023 – 2024, þegar við unnum alla titlana.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ekkert sem mér dettur í hug sem er vandræðilegt.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Berglind Katla í Stjörnuni er mjög efnileg, en líka tvær stelpur í Keflavík Björk og Lísbet.
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Daniela Wallen eða Jasmine Dickey.
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Ég er mjög hjátrúarfull, er alltaf í sömu sokkum og innanundirfötum í hverjum leik, svo borða ég alltaf það sama fyrir leiki.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Drake alltaf góður.
- Uppáhalds drykkur? Mjólk og Appelsín.
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Pabbi minn er í uppáhaldi hjá mér, hefur alltaf fundist gott að vera hjá honum.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Jóhönnu Ýr úr Hamar/Þór.
- Í hvað skóm spilar þú? Er akkúrat núna í Kobe 4 eða GT cut 2.
- Uppáhalds staður á Íslandi? Aðalvík er í miklu uppáhaldi.
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Hef haldið með Lakers frá því ég var lítil.
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Kobe Bryant!
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Mín besta Sara Rún Hinriksdóttir.
- Sturluð staðreynd um þig? Uppáhalds maturinn minn er fiskur.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5 á 5 á fullan völl.
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfi.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Hönnu Gróu í Kef, Jóhönnu í Hamar/Þór og Fanney í Stjörnuni.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Ekki mikið, en ef Ísland er að spila þá horfi ég stundum.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ég myndi aldrei fara í Aþenu.