spot_img
HomeFréttirLykil-maður 9. umferðar: Whitney Frazier

Lykil-maður 9. umferðar: Whitney Frazier

Níu umferðum er lokið í Domino´s-deild kvenna þó ekkert lið í deildinni hafi leikið níu leiki. Það er nú þannig að eitt lið situr hjá í hverri umferð sem skýrir þessa stöðu. Að þessu sögðu hefur Karfan.is valið Lykil-leikmann níundu umferðar en það er Grindvíkingurinn Whitney Frazier.

Frazier gerði 24 stig, tók 18 fráköst, gaf 4 stoðsendingar, varði fjögur skot og stal einum bolta í 63-66 útisigri Grindavíkur á Val. Með sigrinum stökk Grindavík upp í 3. sæti deildarinnar. 

Fréttir
- Auglýsing -