spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaLyftu sér upp af botninum með átta stiga sigur í Síkinu

Lyftu sér upp af botninum með átta stiga sigur í Síkinu

Grindavík hafði betur gegn nýliðum Tindastóls í kvöld í lokaleik 15. umferðar Bónus deildar kvenna, 72-80.

Eftir leikinn er Tindastóll í 5. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Grindavík lyftir sér upp úr botnsætinu, eru nú í því 7. með 8 stig.

Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi í fyrri hálfleiknum. Þar sem Grindavík leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-20, en þegar í hálfleik var komið voru það heimakonur sem voru stigi yfir, 38-37.

Snemma í seinni hálfleiknum ná gestirnir úr Grindavík forystunni og láta hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Munurinn var þó ekki mikill, fimm stig fyrir lokaleikhlutann og að lokum vinna þær með átta stigum, 72-80.

Atkvæðamestar heimakvenna í leiknum voru Randi Brown með 32 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar og Edyta Ewa Falenzcyk með 10 stig og 8 fráköst.

Fyrir Grindavík var Daisha Bradford með 27 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Henni næst var Isabella Ósk Sigurðardóttir með 14 stig og 18 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Sigurður Ingi)

Fréttir
- Auglýsing -