Elvar Már Friðriksson og Maroussi töpuðu fyrir Zaragoza í FIBA Europe Cup í kvöld, 80-68.
Á tæpum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 8 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Leikurinn var sá næst síðasti hjá Elvari og félögum í öðrum hluta riðlakeppni keppninnar. Þeir eru eftir hann í þriðja sæti fjögurra liða riðils þar sem efstu tvö komast áfram. Lokaleikur þeirra fer fram þann 5. febrúar gegn Porto, sem eru í neðsta sæti riðilsins, en Maroussi er einum sigurleik fyrir neðan Tofas sem eru í öðru sætinu.