Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Úkraínu í kvöld í lokaleik sínum í milliriðil um sæti 9 til 18 á Evrópumótinu í Ploiesti í Rúmeníu, 69-51.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Kolbrún María Ármannsdóttir með 18 stig og 14 fráköst. Þá skilaði Ísold Sævarsdóttir 16 stigum.
Þrátt fyrir tapið endaði Ísland í 2. sæti milliriðilsins með tvo sigra og tvö töp og mun liðið því leika lokaleik sinn á mótinu upp á 11. sæti mótsins gegn Hollandi kl. 12:30 að íslenskum tíma á morgun.