Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao máttu þola tap gegn Tenerife í ACB deildinni á Spáni í kvöld, 86-75.
Á um 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 12 stigum, 7 fráköstum og 2 vörðum skotum, en hann var framlagshæstur í liði Bilbao í leiknum.
Bilbao eru eftir leikinn í 12. sæti deildarinnar með sex sigra og níu töp það sem af er tímabili.