Martin Hermannsson og Alba Berlin máttu þola tap í kvöld gegn Bologna í EuroLeague, 64-108.
Martin var bestur í liði Alba Berlin í kvöld með 8 stig, frákast, 3 stoðsendingar og stolinn bolta, en hann var með flest framlagsstig, 16.
Það hefur lítið gengið hjá Martin og félögum það sem af er deildarkeppni EuroLeague, en þeir eru eftir leikinn í 18. sætinu með 5 sigra og 27 töp.