spot_img
HomeFréttirLuol Deng í naflaskoðun

Luol Deng í naflaskoðun

10:14 

{mosimage}

 

 

Eftir mögur ár í kjölfar þess að Michael Jordan hætti árið 1998 eftir fékk Chicago Bulls liðið endurnýjun lífdaga með sterkum nýliðum á borð við Ben Gordon, Kirk Hinrich, Chris Duhon og Loul Deng fyrir 3-4 árum.

 

Loul Deng sem hefur spilað vel síðustu 2 tímabil og gjörsamlega slegið í gegn á fyrri helmings þessa tímabils með 17.8 stig, 6.8 fráköst, 2.2 stoðsendingar og 1.2 stolinn bolta.

Fortíð Deng er nokkuð athyglisverð en hann er fæddur árið 1985 í Afríku og er meðlimur í Dinka ættbálknum í Súdan en sagan segir að úr Dinka komi stærsta fólk í heimi.

 

Mjög ungur að aldri flutti Deng frá Súdan til Egyptalands ásamt fjölskyldu sinni til að forðast borgarastyrjöld sem átti sér stað í Súdan. Í Egyptalandi kynntist Deng öðrum meðlimi Dinka ættbálksins, engum öðrum en Manute Bol sem flestir muna eflaust eftir úr Washington, Golden State og Philadelphia en hann átti það til að blokka eitt eða tvö skot í NBA deildinni á sínum tíma. Í Egyptalandi náðu Deng og Bol mjög vel saman, Bol byrjaði að kenna Deng körfubolta og varð einskonar lærifaðir hans.

 

{mosimage}

 

Nokkrum árum seinna fluttu svo Deng og fjölskylda hans til Englands, nánar tiltekið London. Á Englandi hélt hann áfram að spila körfubolta af krafti en lék einnig knattspyrnu og var valinn í U-15 ára landslið Englendinga í knattspyrnu! Körfuboltinn var þó áfram númer eitt og Deng var ekki nema 13 ára þegar hann lék með enska U-15 ára körfuboltalandsliðinu á European Junior National Tournament þar sem hann skoraði 40 stig og tók 14 fráköst að meðaltali í leik.  Deng var valinn MVP mótsins.

 

16 ára gamall var orðið ljóst að Deng var gríðarlegt efnu í körfubolta og fólk gerði sér grein fyrir að það væri kominn tími fyrir Deng að koma sér til Bandaríkjana. Því flutti hann til New Jersey og byrjaði að leika með Blair Academy high school. Á lokaári hans í high school var hann talinn næstmesta efni í Bandaríkjunum öllum, á eftir öðrum efnilegum dreng, að nafni LeBron James. Á meðan LeBron fór beint í NBA deildina ákvað Deng að fara í Duke háskólann, einn af 10 bestu körfuboltaskólum í Bandaríkjunum. Hann dvaldi í eitt ár í Duke þar sem hann fór með liðinu í 4-liða úrslit.

Deng skoraði 15.1 stig á eina ári sínu í háskóla.

 

Hann var valinn nr.7 í 2004 draftinu af Phenoix Suns en þaðan fór hann strax til Chicago Bulls. Á nýliða ári sínu hjá Bulls skoraði hann 11.7 stig að meðaltali, fór með liðinu í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í mörg ár og var valinn í NBA All-Rookie First Team. Næsta ár hækkuðu svo tölurnar hjá honum og endaði hann í 14.3 stigum og 6.6 fráköstum og lék hann sérstaklega vel í mars og apríl og var það ekki síst fyrir hans hlut að Chicago komst í úrslitakeppninga annað árið í röð. Þar þurfti Deng þó að sætta sig við að byrja ekki, þar sem Andres Nocioni sló í gegn og hélt Deng á bekknum. Eins og fyrr sagði hefur Deng svo spilað eins og engill í ár og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá þessum 21 árs gamla leikmanni.

 

http://ithrottir.blog.is/blog/ithrottir/

Fréttir
- Auglýsing -