spot_img
HomeÚti í heimiLuis Scola orðinn fjórði stigahæstur á Ólympíuleikunum frá upphafi

Luis Scola orðinn fjórði stigahæstur á Ólympíuleikunum frá upphafi

Argentínumaðurinn síungi, Luis Scola, fór í gær upp í fjórða sæti á lista yfir stigahæstu leikmenn Ólympíuleikanna frá upphafi er hann skoraði 23 stig á móti Slóveníu og skaust þar upp fyrir Wlamir Marques frá Brasilíu.

Næstur á lista er Pau Gasol sem er einmitt að spila fyrir Spán á leikunum í ár en hann er með 623 stig í þriðja sæti. Þeir félagar eiga þó nokkuð í land með að ná þeim næstu en í öðru sæti er Ástralinn Andrew Gaze með 789 stig á meðan Brasilíska goðsögnin Oscar Schmidt situr í efsta sæti með 1093 stig.

Fréttir
- Auglýsing -