Lovísa Henningsdóttir sem leikur með kvennaliði Marist í New York fylki átti sinn besta leik fyrir skólan en hún er á sínu öðru ári með liðinu. Lovísa og stöllur hennar léku gegn liði Dartmouth í gærkvöldi þar sem að Lovísa kveikti í netinu. Stúlkan endaði með 21 stig og setti niður 6 þrista. Ofaná það hirti hún 4 fráköst og varði 1 skot. Marist sigraði leikinn 66:61. Hér í myndbandi að neðan má heyra viðtal við Lovísu sem svo sannarlega er komin með amerízkuna á hreint.
Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson halda áfram að slást við "risana" í háskólaboltanum en í gær glímdu þeir við Kansas háskólan sem er "rankaður" númer 3 í Bandaríkjunum um þessar mundir. Eftir að hafa átt í fullu tré í fyrri hálfleik þar sem Davidson leiddi með einu stigi þá var það seinni hálfleikur sem varð banabiti þeirra og töpuðu þeir leiknum 71:89. Jón Axel setti 7 stig á 29 mínútum en Jack Gibbs var sem endra nær stigahæstur með þó aðeins 12 stig.