spot_img
HomeBikarkeppniLovísa Björt: Síðast þegar ég spilaði þá urðum við bikarmeistarar

Lovísa Björt: Síðast þegar ég spilaði þá urðum við bikarmeistarar

Undanúrslit Geysisbikars kvenna 2020 fara fram í dag með tveimur leikjum. Seinni leikur dagsins er milli Skallagríms og Hauka.

Haukar hafa níu sinnum farið í bikarúrslitaleikinn í sögunni og þá unnið sex sinnum. Það er næst besta hlutfallið af nokkru liði sem hefur komist í lokaleikinn, en kvennalið Þórs Akureyri hefur farið einu sinni og unnið einu sinni (100% sigurhlutfall).

Seinast þegar Lovísa Björt Henningsdóttir fór í bikarúrslitin þá fór hún alla leið með sínum Haukastelpum árið 2016 og vann gegn Snæfell. Hún var líka í æfingahóp árið 2010 þegar Haukar unnu Keflavík þó að hún spilaði ekki í bikarkeppninni.

Haukar hafa átt góðu gengi að fagna eftir að þær fylltu út lið sitt með Randi Brown um mánaðamót nóvember og desember. Þær eru í mikilli baráttu um úrslitakeppnisæti í Dominosdeild kvenna við andstæðinga sína Skallagrímskonur (ásamt Keflvíkingum) og því er von á rosalegri viðureign. Þær hafnfirsku hafa tapað tveimur af þrem leikjum sínum gegn Borgnesingum á tímabilinu en unnu síðasta leikinn sinn gegn þeim, þá einmitt með fullskipað lið.

Karfan ræddi við Lovísu Björtu á blaðamannafundi fyrir bikarvikuna og viðtalið við hana má finna í heild sinni hér að neðan.

Leikurinn hefst kl 20:15 og skorum við á alla stuðningsmenn liðanna að mæta. Fyrir þá sem ekki komast er leikurinn sýndur í beinni á Rúv 2.

Fréttir
- Auglýsing -