Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Kevin Love kláraði LA Clippers í Staples Center með þriggja stiga körfu og lokatölur því 98-101 Minnesota í vil.
Love fer vart inn á parket án þess að landa tvennu og í nótt setti hann 17 stig og tók 14 fráköst í liði Minnesota. Darco Milicic var stigahæstur í liði gestanna með 22 stig en hjá heimamönnum í Clippers þar sem Chris Paul er enn fjarri góðu gamni kom Mo Williams með 25 stig af bekknum og Blake Griffin bætti við 21 stigi og 10 fráköstum.
Spánverjinn Ricky Rubio jafnaði metin í 98-98 fyrir Minnesota þegar 20 sekúndur voru til leiksloka. Clippers skoruðu ekki í næstu sókn og brutu á úlfunum sem tóku innkast við miðlínu, boltinn fór á Love vel fyrir utan þriggja stiga línuna sem kláraði dæmið með engu nema neti, 98-101.
Önnur úrslit næturinnar:
Toronto 84-94 Portland
Philadelphia 90-76 Atlanta
Washington 104-108 Denver
Boston 71-79 Phoenix
New York 86-100 Milwaukee
Detroit 81-98 Memphis
Cleveland 75-114 Chicago
Orlando 92-80 Lakers
San Antonio 86-88 Sacramento
Golden State 91-94 Indiana
Mynd/ Love er hiklaust enn af bestu leikmönnum NBA deildarinnar í dag.