spot_img
HomeFréttirLos Angeles Lakers niðurlægðir - Boston með 5 sigra í röð

Los Angeles Lakers niðurlægðir – Boston með 5 sigra í röð

Lið Los Angeles Lakers sem tilbúið er að selja nánast sálu félagsins fyrir einn leikmann voru í nótt niðurlægðir í heimsókn þeirra til Indiana. 136:94 varð niðurstaða kvöldsins og 42 stiga tap er það stærsta sem Lebron James hefur þurft að þola á sínum ferli. Lebron skilaði 18 stigum og 9 stoðsendingum í nótt.  Indiana er á ágætu róli þrátt fyrir að hafa misst Victor Oladipo í meiðsli út tímabilið en það var Myles Turner sem var þeirra besti maður í gær með 22 stig.  Hverju skal um kenna er óvitað en þó líklegt að rótið í kringum liðið síðustu daga vegna Anthony Davis og mögulegra vistaskipta hans hafi mikið að segja. Mögulega að sálin úr liðinu hafi þá þegar verið farin til New Orleans.

Á hinum enda Bandaríkjana halda Boston Celtics áfram að skila sigrum og hafa nú tekið 5 í röð.  Í nótt sigruðu Boston menn fyrrum lið Lebron James, Cleveland með 103 stigum gegn 96.  Jason Tatum fór mikinn og skoraði 25 stig og tók 7 fráköst í leiknum fyrir Boston á meðan Collin Sexton skoraði 27 stig fyrir Cleveland.

Annars fóru önnur úrslit þannig:

Philadelphia – Toronto 107:119

Charlotte – LA Clip­p­ers 115:117

New York – Detroit 92:105

Memphis – Minnesota 108:106

Oklahoma – Or­lando 132:122

Portland – Miami 108:118

Fréttir
- Auglýsing -