Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.
Hérna er spá Karfan.is fyrir Austeurströndina
Los Angeles Lakers
Heimavöllur: Staples Center
Þjálfari: Luke Walton
Helstu komur: Brandon Ingram, Luol Deng, Timofey Mozgov
Helstu brottfarir: Kobe Bryant, Byron Scott.
Eftir síðasta tímabil, sem var og átti aldrei að vera annað en Kobe sirkusinn á ferðalagi um Bandaríkin, getur uppbygging Lakers liðsins loksins hafist. Liðið skipti loksins út hinum ótrúlega óahugaverða Byron Scott fyrir Luke (39-4) Walton, sem menn binda miklar vonir við í Englaborginni. Lakers skelltu sér líka á einn áhugaverðasta samning síðastliðins sumars þegar þeir ákváðu að borga Timofey Mozgov 64 milljónir. En hey, Swaggy P verður á svæðinu.
Veikleikar liðsins eru margir. Reynsluleysi lykilmanna mun valda þvi að þó leikir séu jafnir eru þeir líklegir til þess að tapa, varnarleikurinn verður mjög dapur og sóknarleikurinn líka þó hann verði sennilega skárri. Styrkleikar Lakers liðisins munu felast í því að vera alveg sama um núverandi veikleika. Þetta tímabil snýst um að sjá hvort að Deangelo Russell, Julius Randle og Brandom Ingram séu líklegir til þess að bera liðið til framtíðar án Kobe Bean Bryant.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
PG – D‘Angelo Russell
SG – Jordan Clarkson
SF – Luol Deng
PF – Julius Randle
C – Timofey Mozgov
Gamlinginn: Metta World Peace verður áhugaverður í vetur eins og alltaf, þó hugsanlega sjái hann völlinn ekki mikið.
Fylgstu með: D‘Angelo Russell. Hin ungi Russell mun vera með grænt ljós í allann vetur.
Spá: 19-63 – 15. sæti