spot_img
HomeFréttirLos Angeles Clippers - Síðasta sjóferðin?

Los Angeles Clippers – Síðasta sjóferðin?

 

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.

 

Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina

 

Áður birt:

15. sæti – Los Angeles Lakers

14. sæti – Phoenix Suns

13. sæti – Sacramento Kings

12, sæti – Denver Nuggets

11. sæti – New Orleans Pelicans

10. sæti – Minnesota Timberwolves

9. sæti – Dallas Mavericks

8. sæti – Houston Rockets

7. sæti – Oklahoma City Thunder

6. sæti – Portland Trail Blazers

5. sæti – Memphis Grizzlies

4. sæti – Utah Jazz

3. sæti – San Antonio Spurs

 

 

 

 

Los Angeles Clippers

 

Heimavöllur: Staples Center

Þjálfari: Doc Rivers

 

Helstu komur: Mo Speights, Brandon Bass.
Helstu Brottfarir: Cole Aldrich, Jeff Green.

 

Forráðamenn LA Clippers voru ekkert mikið að stressa sig í sumar. Náðu sér í reynslumikla stóra leikmenn á bekkinn í Speights og Bass en fyrir utan það er liðið að mestu óbreytt. Þetta verður ákveðið meik or breik tímabil fyrir liðið þar sem bæði Blake Griffin og Chris Paul eru með lausa samninga eftir tímabilið. Ef þeir detta út í enn eitt skiptið í 2. umferð þá hljóta þeir að hugsa sig um að brjóta upp kjarnann. Það verður gaman að horfa á liðið í vetur, þeir spila frábærann sóknarleik og ef þeir halda áfram eins og á síðasta tímabili þá verður varnarleikurinn ekkert slor heldur.

 

Styrkleikar liðsins eru gríðarlega sterkt byrjunarlið. Paul, Griffin og Jordan eru allir topp 5 í sínum leikstöðum og JJ Redick getur skotið með þeim bestu enda með 48% þriggja stiga nýtingu í fyrra. Bekkurinn lítur einnig ágætlega út í ár og gæti hjálpað hvað varðar hvíld lykilmanna. Veikleikarnir eru hin framherjastaðan. Doc Rivers er búinn að vera með liðið í 4 ár og samt er ekkert að frétta í SF stöðunni. Annað sem má nefna er að DeAndre Jordan hefur ekkert bætt sig á vítalínunni, ásamt því að liðið virðist einnig ekki vera of sterkt andlega og koðnar stundum niður við mótlæti.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Chris Paul
SG – JJ Redick
SF – Luc Richard Mbah a Moute
PF – Blake Griffin
C – DeAndre Jordan

Gamlinginn: Paul Pierce (39), er goðsögn á gólfinu, en bíður því miður ekki upp á mikið lengur.
Fylgstu með: Blake Griffin, eftir meiðslatímabil er fólk búið að gleyma því hvað hann er góður. Hann minnir á sig í vetur.

 

Spá 58-24 – 2. Sæti.

Fréttir
- Auglýsing -